16.10.2008 | 23:00
stórir svartir maurar
.....skoppa hér um allt.
Ég er samt ekki viss um hvort þetta er ofskynjun eða ekki. Ég meina.... ég er ekki að rækta mjölorma fyrir froska.... ég þríf reglulega óreglulega.... og ég er ekki með margra ára gamlar mjölbirgðir í öllu skápaplássinu sem ég hef.
Þar sem ég er ekki búin að fá nett ógeð ennþá, held ég þessari sambúð eitthvað áfram. En bíði þær bara þangað til ég verð búin að ná í riffilinn minn.......
**BANG** púff og búið....
Í dag mætti stærðfræðikennarafyrirmynd mín í skólann þar sem ég æfi færni til að kenna unglingum stærðfræði og færði mér pening fyrir tveggja tíma stærðfræðiiðkun á Menningarnótt forðum..... Það er ekki amalegt að fá laun fyrir að leika sér á þessum leiðu og ljótu tímum hækkunar á matvöruverði í landinu.
btw.... Ég var í BÓNUS áðan eftir langa fjarveru frá matarbúðum landsins. Ég verð að viðurkenna það að ég froðufeldi af bræði þegar ég sá verðlagið og eftir að hafa hrópað upp yfir mig af vanlíðan tvívegis og gengið tuðandi inn eftir göngunum að búðarkössunum sjálfum blasti sú staðreynd fyrir mér að HÉR ríkir KREPPA.......
Núna er það annað hvort að borða allann matinn upp úr frystikistunni eða segja sig á bæinn.
Ég hef ekki efni á þessu.......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.