19.10.2008 | 16:25
ríkidæmi
Í gær fór ég og sótti gulrótabirgðir til vinkonu minnar.....
Þar sem ég stóð skjálfandi í dyragættinni í svörtu síðu pilsi og svörtum strigaskóm sem við fórum saman til að fjárfesta í einn daginn þegar það var orðið deginum ljósara að ég ætla að verða kennari, náði hún í svarta úlpu og klæddi mig í. Svarta úlpu sem fellur eins og flís við þessa kennaraímynd mína sem ég er að vinna að núna.
Þar sem ég hef ekki átt yfirhafnarflík í fjögur ár hef ég sitið inni í henni í allan dag, speglað mig bak og fyrir og strokið henni allri. Ef ég væri ekki orðin fullorðin myndi ég sofa í henni í nótt.
Ég er búin að eyða heilli helgi í ekki neitt. Það er að segja ekki í neinn lærdóm né í neina vinnu né í neitt sem kemur til að skila sér í einhverri mynd s.s. eins og prjónaskap, teiknun eða bréfaskriftir. Þessi staðreynd veldur mér vanlíðun. Ég fór samt á Janis 27 í Íslensku Óperunni, hitti strákana á sulli, eyddi skemmtilegum stundum með Keflvíkingi hér á heimili mínu og drakk einn kaffibolla í Kolaportinu.
Núna langar mig í disk með Janis Joplin...........
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.