á sundi

Þegar ég kom heim úr vinnu í kvöld, heilsaði ég hundinum og fór svo reglubundna eftirlitsferð um stofuna til að halda upp fullkomnum aga á þessum rottu-unga.  Nema hvað..... þar sem ég geng yfir parketið í átt að svalahurðinni brestur á undarleg hljóð þegar ég lyfti fótum frá gólfi.  Eftir töluvert klór í hausnum og þramm fram og til baka um stofuna áttaði ég mig á því að ég var nánast á pramma úti á hafsauga.

Þar sem ég er frekar ósjálfstæð kona, hringdi ég vælandi í vinkonu mína og spurði hana hvað venjulegt fólk gerði í aðstæðum sem þessum.  Hún kom auðvitað um hæl með pípara á neyðarvakt og saman greindum við skaðann og skrúfuðum fyrir ofnainntak í íbúðina mína.

Núna sit ég hér ein í noskri-ullarbrók með töfrasverð til að bægja frá mér pöddunum sem svamla um í rakanum undir parketinu sem er hálfrifið af stofugólfinu og græt úr mér augun.

Ég hef ekki tíma í svona vittleysu.  Ég þarf að lesa, læra og undirbúa hitt og þetta og get ekki verið að rýma stofu.  Auk þess veit ég ekki hvernig ég á að koma öllu úr stofunni fyrir í restinni af íbúðinni.

Nú er ég sko flutt í Keflavíkina.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband