blá ljós

Það sem bjargaði mér frá sekt var heimskulegt eldrikonu útlit mitt þegar krakkaunginn í sínum fulla skrúða spurði um ökuskirteini mitt......  en svo skipaði hann mér í valdi umboðsins að koma mér á næstu bensínstöð og fjárfesta í perum.

Hérna blæs hitaofn á hálfuöðruhundraði og iljar upp umhverfið..... og allt lífið lítur einhvern veginn bjartar út í dag en í gær. 

Seinni part þessa dags var kvenkynseigandi þessa hús með hávaða og læti á meðan ég var að reyna að fara yfir próf.  Hún barði hér alla veggi sundur og saman til að komast að ryðguðum, rifnum rörum.  Á morgun ætlar svo betri partur hennar að breiða úr sér í stofunni minni í viðleitni þeirra til að bæta þessi húsakynni sem ég leigi.....

Ég er ekki að sjá að það sé ódýrara eða betra húsnæði í boði........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband