endalaus þolinmæði

Hér eru ALLIR ofnar í húsinu virkir....  eitthvað sem ég er að upplifa í fyrsta skipti síðan ég flutti inn 1.júlí 2005.

Núna er það bara spurning hvað það tekur langan tíma að fylla upp í vegginn, laga gólfið og lækka leiguna.
Reyndar eru líka opnar hér spurningar um hvort þau laga opnanlegu fögin á gluggunum núna, biluðu uppþvottavélina og allar skáphurðarnar sem annað hvort vantar eða lokast ekki lengur.

Ekki það að mér sé ekki nákvæmlega sama.  Meðan ég hef þak yfir höfuðið, líður vel þar sem ég er og hef efni á uppsettu leiguverði er ég sátt.  

Í dag get ég bara alls ekki skilið afhverju mér fannst þetta svona stórt mál þegar það reið yfir.   Það var nánast eins og himnarnir væru við það að hrynja yfir mig þegar ég uppgvötaði lekann......

Ég verð að segja það að ég er alveg óendanlega ánægð með að eiga vinkonu mína að þegar allir litlu óvæntu atburðirnir valtra yfir sálatetur mitt.   Án hennar stóísku ró og endalausu þolinmæði við að bjarga mér úr kröggum væri ég ekki eins sátt við lífið og ég er.

Þakka þér fyrir að vera til hafrún og að nenna að hugsa um mig.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband