draumur

Mig dreymdi að ég tæki bíl traustataki.   Bíl sem var í ættinni, var við mitt heimili, stóð úti og ég var með lyklana af.  Þessum bíl lagði ég við Grettisgötu í porti sem er ekki til  og hjá húsum sem eru ekki til.  Ég lagði honum þar vegna þess að ég hitti bestu vinkonu mína frá því í barnaskóla og hluta af hennar fjölskyldu.  Við hittum líka fyrrverandi froskinn minn og við ætluðum öll í sund saman, minnir mig.  Nema þegar ég sný mér við til að taka það sem var í þessum blæjubíl af veraldlegum eigum mínum var bíllinn horfin.  Þar sem ég trúði ekki mínum eigin augum og fór að kíkja inn í nærliggjandi port til að sjá hvort hann væri þar kom sá sem ég í upphafi draums taldi vera eiganda bílsins eða bróðir míns fyrrverandi og tók þátt í þessari leit minni með mér.  Þegar hann tók upp símann til að hringja í lögregluna var ég sannfærð um að hann væri að tala við myrkravöld undirheimanna til að fá þá til að finna bílinn fyrir sig og þá mig.  Við það rölti ég um og kom þar að sem allt mitt persónulega dót sem ég hafði haft með mér í bílum lá.  Prjónuðu töskurnar mínar, tölvutaskann og eitthvað fleirra svona töskutengt.
Meðan á draumnum stóð leið mér ekkert sérstaklega illa.  Ég upplifði það að bílnum hefði hvort sem er verið stolið af eigendunum.  Ég eða þeir, skipti ekki öllu.  Lyklarnir voru í vasanum mínum og því ekki mér um að kenna.  Í draumnum  var ég líka byrjuð að plana hvað ég gæti borgað á mánuði til eigendanna upp í bílaverðið og ég leiddi ekki hugann að fólkinu sem ég var á leið í sund með eftir að ég fór að leita bílsins.....

Þetta er ekkert sérstakur draumur.   Ég er bara ekki vön að muna drauma mína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband