svik

Í morgun var ég hlunnfarin um samveru við litlu vinkonu mína.....  Dóttir mín hringdi og sagði að hún væri lasin en ég er ekki að kaupa það.  Ég meina það þetta er hraustur krakki eins og amma hennar og ég á þennan morgun !!!!

Þar af leiðandi hefur þetta verið frekar leiðinlegur dagur.

Ég er búin að labba og labba og labba fram og til baka í allan dag.  Ég tók bækur úr hillu, færði hilluna og raðaði bókunum aftur inn í hilluna. Þetta gerði ég aftur og aftur.  Ég er núna búin að troða öllu inn í svefnherbergið mitt nema sófasettinu og borðstofuborðinu.

Grunnskólaneminn er í söngæfingarbúðum þar til á morgun svo að ég hef svefnpláss í nótt.  Á morgun tek ég rest út úr stofunni og flyt að heiman.

Hvert veit ég ekki.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband