heimilislaus

Þegar stofan er tóm og sá gólfflötur sem tilheyrir henni undirlagður þannig að þar má ekki labba.....  eldhúsið og svefnherbergið þjappað af hillum, borðum og bókum þannig að þar er enginn gólfflötur til að labba á.....  þvottahús, unglingaherbergi, gangur og baðherbergi með einhverja aukahluti sem taka töluvert pláss, er bara ekki orðið neitt heimili til að búa á lengur......

Ég kemst ekki í ískápinn þótt að ég sé svöng.   Ég get ekki þvegið þvottinn minn.   Ég get ekki farið í bað þar sem baðkerið er fullt af blómum.   Ég get ekki sitið við neitt borð.  Ég get ekki horft á sjónvarp.  Ég get nánast ekki neitt heimilislegt......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband