3.11.2008 | 22:07
miss'jú
FrekaSjúkraliðaKonan er hætt störfum í mína nánasta umhverfi....
Ég verð að segja það að Minn Vinnustaður er ansi líflaus eftir að hún hvarf á braut. Engin lengur að reyna að stjórna mér og koma mér í skilning um að ég eigi að gera meira en ég nenni. Engin lengur sem lætur mig fá það óþvegið hversu löt, frek og fordekruð ég er. Engin sem bendir mér á hvað þarf að fara að gera eða hvað er illa gert eða mætti betur fara......
Ég sakna hláturs hennar og leyndardómsfulla andlitssvipnum sem var vanur að birtast á smettinu hennar ef hún var spurð að einhverju. Ég sakna líka allra athugasemdanna í skilaboðaskjóðunni, ævintýranna sem hún átti til að gleðja okkur með og þessum frækna frásagnaranda sem hún er af svo ríkum mætti gædd......
Auk þess sakna ég bara frekjunnar
Far vel góða kona
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.