myrkur

Í nótt verður rafmagnslaust heima hjá mér.........   Kópavogsbær hefur gefið út þá tilkynningu að ég verði án rafmagns framangreinda nótt.  Mér finnst það sorglegt.  Ég get þá ekki nýtt nóttina í að koma mér fyrir í stofunni aftur.  Ég get ekki heldur nýtt nóttina í að horfa á allar bíómyndirnar sem mig langar svo að sjá.  Og það sem meira er, ég get ekki lesið einn einasta staf á bók, verið í tölvunni eða tekið til.   Ég þarf rafmagn.....

Í morgun hefur mig tilfinnanlega vantað karlmann.  Ég hefi jafnvel látið mér duga að hafa kvennmann við höndina.   Ég þorði samt ekki fyrir mitt litla líf að senda út ákall um hjálp þar sem ég vil vera stór og sterk og sjálfstæð kona.  Ég berst eins og ljónynja við meðfætt hjálparleysi mitt sem vex eins og griplur frumunnar í ótal anga sem hver um sig ber löngun mína til að fá hjálp við eldamennsku, tiltekt, viðgerðir á hinu og þessu, bank á nagla, borun á götum og burð á mublum svo lítið eitt sé nefnt.

Mig vantar tíma til að koma mér fyrir aftur. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband