áhrif

Stundum hringir síminn minn og einhver á hinum enda línunnar segir ,,hvað ertu að tala um ella:" og er þá viðkomandi oftast að tala um hvað ég  meina með þessu bulli sem veltur á skjáinn í gegnum fingur mína frá flóknu kerfi heilastarfs míns.... 

Ég veit að ég er ekki alltaf sanngjörn en þegar ég lendi í slagsmálum við vinnufélaga getur það orðið að margslungnum ástarleikjum sem staðið hafa yfir í áraraðir þegar ég segi frá.   Og bara það að tala við mig getur orðið að skammaræðu yfir mér sem veldur mér sálartjóni fram í andlátið eða lengur.    

,,Útvarp"  sagði strákur um mig og ég er búin að vera í fílu síðan við þann náunga.....

Annar náungi sagði; 
Elsku Ella mín, mig langaði til að gefa þér eitthvað, en ég átti ekkert.
.....þannig að ég ákvað að stela bara frá þér  ...og gefa þér aftur í mínu nafni,  Í þessari möppu er allt, eða allavega allt sem ég fann af bloggsíðunni þinni sem þú hefur skrifað um mig í þessi yndislegu 3 ár sem við höfum þekkst.  Sums staðar rétt nefnirðu mig á nafn en annars staðar talarðu látlaust um ágæti mitt eða lesti.  Mér er í raun alveg sama,

"Bad publicity is good publicity"

Vonandi áttu eftir að geta yljað þér við lestur þessarar möppu á ókomnum árum, ef ekki með lestri þá með því að brenna blaðabunkann og ylja þér þannig við hann.....  Hver veit nefnileg hvernig kreppan á eftir að fara með okkur...  Þinn vinur í blíðu og stríðu, og alltaf í xxxxxx

Um helgina sagði einn vinnufélagi minn;   ,, ...hættu, núna hættir þú þessu eins og skot" og svo horfði hann reiðilegum augum á mig meðan ég hamaðist við að hætta öllu sem ég var að gera án þess að hafa hugmynd um hvað það í raun var sem ég átti að hætta að gera.

Ég meina það....  það getur verið ansi flókið að eiga vini og vita hvað maður má segja um þá og hvað ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband