rassgat í bala

Mig vantar sellerí til að setja út í súpuna mína....

Á morgun er það kennsla, ganga á fjallstind og læra eins og landafjandi.  En bara ef ég nenni.  Ef ég nenni fyrir eyrnaverkjum, hóstaköstum og verkjum í höfði. 

Ég er haldin einhverju syndrome sem lýsir sér í leiða, leti og lítilmennsku og ég lýsi hér sem annars staðar sem flensu með mörgum fögrum orðum sem eru undirstrikuð með hásu raddleysi mínu sem allir túlka sem sjúkdómsástandi fárveiks einstaklings.

Ég sef meira en tólf tíma í einu og þarf samt að leggja mig þess á milli.  Þegar ég opna augun á morgnana horfi ég sljóum augum út í tómið og hugsa um allt sem ég þyrfti að gera.  Það endar með sjálftakasti sem fær mig til að hjúfra mig betur undir sængina....  Þegar ég hef sannfært sjálfa mig að það sé komin tími til að skríða fram úr og haga sér eins og sannri konu sæmir, man ég aftur eftir öllu sem ég þyrfti að framkvæma og ég brest í grát yfir vanmætti mínum til að framkvæma eitt eða annað.  Auðvitað verður það til þess að ég skríð upp í rúm aftur og gleymi mér um stund.  Þegar ég svo að endingu held höfði nógu lengi til að koma mér á klósettið og svo fram í eldhús til að útbúa mér morgunmat sé ég að það er farið að skyggja aftur.  Við það verð ég náttúrulega svo reið sjálfri mér fyrir að hafa ekki framkvæmt neitt einn dag enn að ég skríð í vanmætti mínum aftur inn í rúm og treð höfðinu vel undir koddann.

Mig bráðvantar sellerí.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband