23.11.2008 | 13:09
súkkulaði
Grunnskólaneminn saumar kjóla með aðstoð VæntanlegsTrúarbragðafræðings..... Ég baka smákökur og hugsa um uppákomur fyrir Minn Vinnustað.
Ég sat ásamt fleirum sjúkraliðum á Mínum Vinnustað fyrir á mynd og veitti viðtal um okkur og okkar starf á þessum stað. Þetta viðtal kemur væntanlega í næsta eintaki af Sjúkraliðablaðinu.
Í gær mótmælti ég öllu....
Ég horfði á fullorðið fólk koma úldnu grænmeti, ávöxtum og eggjum fyrir á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið í þeim tilgangi einum að einhver (börn) sæu hjá sér þörf til að grýta þessu á Steinklumpinn. Það hefði verið nær að fara fyrir utan heimili þeirra sem allt er um að kenna og ata þeirra hús út með einhverju úldnu....
Ég var alveg komin í fíling fyrir byltingu. Sá mig fyrir mig leiðandi fólksskara um borgina þvera og endilanga til að brenna og brjóta niður eignir allra sem ég gæti talið að hefðu staðið fyrir því að ég þurfi að upplifa KREPPU.... bara svona til að undirstrika reiði mína.
Ég er samt eiginlega ekki búin að gera neitt nema gráta síðan ég stóð þessa samkomu. Lögfræðineminn sem stóð í púlti og talaði, fékk mig til að átta mig á alvarleika málsins. Þrjúhundraðþúsund einstaklingar að borga brúsann af brambolti 30 manna án þess að hafa tækifæri til að færa þessa 30 manns til saka um aldur og ævi. Þrjúhundruðþúsund einstaklingar reyna að berja í borðið og segja hingað og ekki lengra en ráðamenn þjóðarinnar hrista það af sér, eins og venjulega, því þetta er of spennadi verkefni til að láta það frá sér í hendur nýrrar ríkistjórnar.
Mest hötuðu menn þjóðarinnar grafa höfuðið í sandinn og bíða eftir að Íslendingar gleymi. Og Íslendingar munu gleyma. Íslenska þjóðin hefur alltaf verið dugleg við að gleyma,
Athugasemdir
Við skulum gera okkar til að fólkið gleymi þessu ekki Elín mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2008 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.