veikindi

Ég hef barist við NORO og hermannaveikina í allt kvöld....  Vopnin sem ég valdi mér í þessari baráttu fólust í gulri hulinsskykkju af flottustu gerð, tækniþróuðum fingravörnum, bannvænum gelvökva og háþróuðum flutningstækjum þar sem þurfti að skrúfa frá bláu og rauðu eftir galdraformúlu.  Eftir langa og stranga orustu hafði ég unnið nógu mikið af prikum til að komast af vígvellinum en svo verður því miður ekki um alla sem dvelja þarna á staðnum og ráða ekki við að vinna sér inn prik.

Grunnskólaneminn hélt fyrir mér vöku í alla nótt,  Upp úr fjögur var mér orðið um megn að hlusta á hana kúgast og æla vegna hóstans sem ásótti hana og fór því fram úr og gaf henni mjólkurglas.  Eftir það var samviskupúkinn minn sáttur og ég sofnaði vært.  Krakka greyið sofnaði aftur á móti ekkert það sem eftir lifði nætur og eyddi nóttinni við að horfa á hundleiðinlegt sjónvarpsefni.

Ég finn til í sálinni.  Ég velti fyrir mér þeim möguleika að eitthvað þjái mig og ef ég geri ekki eitthvað róttækt komi það til með að skemma möguleika mína á góðum elliárum.  Þess vegna er ég að áforma betri daga með sól í heiði og kannski eins og einni læknisskoðun.    Veit samt ekki hvort ég á að panta tíma hjá augnlækni eða heimilislækni.    Hvort ég á að fara að borða hollari mat, hreyfa mig meira og læra að spenna mig ekki svona mikið upp eða fara til geðlæknis.    Eða halda bara áfram eins og ekkert hafi í skorist........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband