sjálfsvirðing

Einhvern tíma sagði einhver við mig ,,Þú hefur enga sjálfsvirðingu" um leið og viðkomandi settist upp í bílinn minn.  Síðan þá hef ég mikið velt því fyrir mér hvar og hvernig sjálfsvirðing mín fær vaxið og gróið.  Þar sem ég tengi þetta við eitthvað meira og stærra en því hvort ég keyri um á skoda eða bens hef ég markvisst reynt að breyta viðhorfi mín til bílsins.  Ég hef reynt að sjá bílinn minn fyrir mér með bleikum púðum í aftursætinu, tuskudúkkum í afturglugganum og apaskottum hangandi neðan úr aftursýnisspeglinum í stað þess að vera framlenging á geymslu, útvíkkun á ruslatunnu eða staðgengli útifataskáps....

Þar sem það er ekki farið að bera árangur ætla ég að reyna að sjá'ann fyrir mér með bláum fylgihlutum um leið og ég tæmi aftursætið, skottið og allan gólfflöt grindarinnar.

Ég dái Diddú og ég tárast yfir Ave Maria.  Ég fæ líka léttan sæluhroll þegar Domus Vox syngur Borgin helga - Jerúsalem auk þess sem ég hef ekki heyrt það flottara flutt Heims um ból.  Ef ég hefði ekki verið að vinna þar sem ég var að vinna í gær hefði ég ekki verið með tárvotar kinnar alla tónleikana því ég er sko harðjaxl.  Mér varð bara svo mikið hugsað um hvað það væri manni hollt að fá að hlusta á fallega tónlist í kirkju án þess að vera dauður.  Og áttaði mig þá á því að ég hefði horfst í augu við einn sem hefur bara ekki kost á því nema einhver honum nátengdur fái hugljómun í dag.

Mig vantar nauðsynleg sjálfsvirðingu núna strax....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband