hvatvísi

Ritari tannlæknis míns hló að mér í morgun....  reyndar sagði hún fyrst ,,nei"  þegar ég sagði henni að ég væri haldin kvíðaröskun og væri sko ekki til í að hoppa í stól hjá bráðókunnugum tannlækni og hleypa honum upp í munninn á mér.    Það var ekki fyrr en ég sagði henni að þetta væri sko ekkert grín heldur bláavara sem hún hló.  Þá var ég líka búin að segja henni með mörgum og fögrum orðum að hún gæti ekki sagt: ,,nei" þegar ég segði henni hvernig mér liði og það breytti sko engu um mína líðan hvað henni fyndist um það.

En hún samþykkti eftir allan hláturinn að ég mætti mæta fyrst og skoða þennan tannlækni áður en ég mætti í hinn fyrirhugaða tíma fyrir uppsetningu á postulínstönn upp á áttatíuogáttaþúsundkall.

Ég er sko ekki að fyrirgefa tannlækni mínum að fara fyrr í fæðingarorlof en fyrirhugað var...  ég skil ekki einu sinni hvað hún er að meina með því að vera að vesenast í barneignum á þessum síðustu og vestu tímum og skilja mig eftir svona eina og umkomulausa.

Bara bull.....

Ég er að hlusta á jólageisladisk á meðan ég les um The van Hiele Theory of Geometric Thought.  Hugsanir mínar reika til og frá á meðan ég les.  Og alveg sama hvað ég reyni að fanga þær að þessu eina viðfangsefni þá verð ég að sætta mig við þetta flakk þeirra.  Ég er búin að leiða hugann að:
    -löngun minni til að fara í Ikea í dag til að kaupa mér snagaprik til að festa á vegginn í svefnherberginu mínu.
    -fyrirhugaðri jólaskreytingarstund okkar mæðgna í kvöld
    -verslunarferð í Álafoss til að fjárfesta í lopa í lopapeysu
    -hvað ég á að kenna á miðvikudaginn
    -jólagjafakaupum
    -hvar ég á að kaupa mér alvöru svefnpoka
    -hvort ég eigi að snúa upp á hendina á Grunnskólanemanum þar til hún samþkkir að vera á Akureyri um áraskiptin
    -hvernig það verði að vera á Mínum Vinnustað á sjálft aðfangadagskvöld
    -hvað mig langar mikið að eyða tíma í að gera EKKERT.....

Próf...  verkefnaskil.... lestur.... löngun.... vsk-skil...  bakstur... þrif... jól.... vinna...

Ég er sko farin í IKEA núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband