7.12.2008 | 22:56
framhald
Ég veit ekki afhverju ég er að hanga hér á mölinni þegar dreifbýlið vellur um í blóðrásinni. Tuttugu bíla jeppaferð um uppsveitir landsins er eitthvað sem fær mann til að finna lyktina, heyra hljóðið og sjá.... um hvað lífið snýst.
Ég fór í kvikmyndahús með strák sem ég þekki núna í kvöld og það var svo gaman hjá okkur að við ætlum aftur saman út seinna...
Jólagleði Míns Vinnustaðar fór fram með jólapakkaskiptum, gítarsöng, ljóðalestri, leik og gleði heima hjá Skreppihjúkkunni á föstudaginn. Mæting var dræm að vanda en kom ekki að sök frekar en fyrri daginn þar sem Toppmaðurinn var á staðnum, VísaStrákurinn, BallettDansarinn, Meistarinn, Ráðherradóttirinn, SætaSjúkraliðaSvísan, MineShrink, GunniGötustrákur, Aldursforsetinn, Tónlistagúrúið, HjúkkanSemStalNafninuMínu og ég og húsráðandi vorum á staðnum.
Því miður þurfti ég að yfirgefa samkvæmið mjög snemma vegna anna og veit því ekki meir um það hvenær, hvar og hvernig því lauk...
Vegna þess að heilabúið á mér er ekki alltaf í sambandi, kom ég ofan af fjöllum þegar mér var sagt að ég hefði fyrr í lífi mínu sagst ætla að halda partý þegar ég væri búin í prófum og nú væri alveg að koma að því... Ef það væri ekki formaður jeppaferðaklúbbsins sem ég er aukameðlimur í sem rukkar um framkvæmd væri ég sko ekki að reyna að axla ábyrgð af þeim löngu gleymdu orðum.
Mig vantar bara lausan tíma í minni nánustu framtíð.....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.