9.12.2008 | 23:21
harðsperrur
Ég á ullarnærföt, vettlinga, tvo góða bakpoka, gönguskó, húfu, ullarsokka sem Grunnskólaneminn ásælist og góð flísteppi. Mig vantar svefnpoka, þriggjalaga hlífðarfatnað, nýja lopapeysu og þrek til að ganga þangað sem mig langar.
Ég ætla að labba Laugarveginn næsta sumar með Vísa-Stráknum og Grískagoðinu. Reyndar ætla ég að reyna að draga Krílið með líka, Toppmanninn og aðra göngugarpa af Mínum Vinnustað en það verður bara að koma í ljós.
Svo að núna er það bara göngugleði....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.