30.12.2008 | 15:14
áramótaheitið
Ég er komin í sjö daga frí frá Mínum Vinnustað... Því fríi verður eitt í vinnu, undirbúning fyrir næstu skólaönn og eitthvað sem er svo gjörsamlega tilgangslaust að ég kem til með að skammast mín við tilhugsunina áralangt...
Eins og önnur undanfarin ár hef ég margs að minnast og get horft yfir líðandi ár með fullvissu um að ég hafi gert mitt besta til að lifa því lífi sem ég á á því ári...
En um þessi áramót vil ég strengja heit um eitthvað sem þokar mér áfram í lífinu. Ég er samt ekki að nenna að hafa það of flókið eða fyrirhafnarmikið. Nenni til að mynda ekki að taka mig á í ofátinu, skólaletinni eða að leggja meiri rækt við Vinnurnar mínar...
Sé í hillingum áskorunina í að bragða ekki áfengi í heilt ár. Vil líka ná því að ,,virða sjálfa mig" við hvert tækifæri. Og þætti ekki verra að ná eins og einni dellu til að fylla upp í líf mitt.
Áttið ykkur á því að Lífið sjálft er bara ekki sjálfgefið...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.