7.1.2009 | 23:06
verk
Ég er náttúrufræðilegt undur.....
Það er vegna þess hvað ég er fljót að gleyma. Ég er ekki fyrr búin að snúa mér við en ég er búin að gleyma. Ætla til dæmis að hreyfa mig meira á þessu ári en því síðasta en er varla fyrr búin að hreyfa mig þegar ég er búin að hringa mig niður í einhvern stól til að lesa, skoða vefsíður eða láta mig dreyma. Ætla líka að borða minna, það er í raun það eina sem ég ætla að gera minna af á þessu ári en síðasta. En ég er ekki fyrr búin að hugsa að ég ætli að borða minna þegar ég er búin að stinga einhverjum óþverra upp í munnin á mér. Þetta er svo yfirþyrmandi að tóma ruslatunnan síðan í morgun er orðin full.
Er ekki allt í lagi með mig..... ég er búin að skrá mig í þrjú fög á vorönn.
p.s. ég er með harðsperrur í rasskinnunum..
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.