skylda

Augun loga – læstar dyr.
Leggstu hjá mér sem áður fyrr.
Síminn sefur, allt er hljótt
ég veit þetta verður þúsund kossa nótt.

Opinn gluggi, ágústkvöld
við þurfum engin gluggatjöld.
Blóð mitt streymir hægt og hljótt
ég veit þetta verður þúsund kossa nótt.


Skólinn er byrjaður.  Reyndar er hann löngu byrjaður en ég mætti í minn fyrsta tíma í dag.   Í dag talaði kennarinn um útikennslu og að mæting í staðlotu væri alveg frumskilyrði fyrir velgengni.   Hún talaði um eitthvað meira en eftir að hún byrjaði á þessu um skyldumætingu hætti heili minn að starfa og ég sat með angist í hjarta þar til tíminn var búinn.  Þegar tíminn var búinn bað ég kennarann um að auðvelda mér lífið og segja mér strax hvort ég ætti þá að gleyma þessu fagi þar sem ég kæmi ekki til með að mæta á fimmtudögum í vetur. 

Bara svo að þið vitið það þá kem ég til með að læra meira um útikennslu í vetur.

Á morgun mæti ég svo í tíma til að vita meira um leiki í kennslu.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að þú fékkst að halda áfram Elín mín.  Ef til vill rætist úr þessu öllu hjá þér og þú þarft ekki að sleppa neinu.  Er ekki annars til einhver tímakvóti, maður þyrfti að geta keypt tímakvóta af fólki sem á nægan tíma og veit ekki hvernig það á að eyða honum.  Gætir lagt fram gleði í staðinn  Nú eða uppteknu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.1.2009 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband