20.1.2009 | 00:04
ég er hætt að tala við fólk
Eins og megnið af þjóðinni er ég með síðu á Facebook-punktur-com. Síðu þar sem vinir, vinnufélagar og ættingjar játast fúslega við því að kallast vinir mínir og veita mér aðild af einkalífi sínu.
Þessi heimssýn er um margt athyglisverð. Þar sem þú þarft ekki annað en að opna síðu á vefnum og þá veist þú hvað allt þetta fólk sem þú þekkir er að gera eða ekki gera hvort sem það býr á Íslandi, í Danmörk, Mexíkó eða annar staðar. Á FACEBOOKsíðunni kemur fram hverjir eru vinir hvers. Hvað hverjum þykir skemmtilegast að gera svo sem leika sér í bílaleik, blóðsugustríði, ferðast um hammerfall eða daðra við aðra. Hvaða frístundir menn eiga eða hvað fólk dútlar við utan vinnu. Hvaða skóla fólk sótti og sækir, Hvað fólk er gamalt og hvenær það á afmæli. Og nánast allt sem vert er að vita um hvern og einn.
Það er því orðið nánast óþarfi að fara út fyrir hússins dyr til að hafa samskipti.
..........framvegis verð ég bara á andlitssíðunni minni.
Athugasemdir
Ég þarf að fara að taka mér tak með þessa Fasebook, en það er þessi tími sem hleypur frá manni sínkt og heilagt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2009 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.