20.1.2009 | 22:24
leti
Ég er fædd undir merki tvíburans og má því skipta um skoðun hvenær sem ég vil.. deginum í dag ætlaði ég að eyða í stærðfræðiverkefni. Þess í stað vaskaði ég upp margra daga leirtau eftir mig og Grunnskólanemann, þvoði þvott frá því fyrir helgi, skrifaði á þrjú póstkort, lét mig dreyma um Tenórinn, talaði í síma við pabba, mömmu og systir mína, borðaði með frænku minni, hékk á facebook-inu, velti mér upp úr væntanlegum kennsludegi, kláraði að prjóna pilsið, talaði við deildarstýruna og skrapp í bónus......
Á morgun þykist ég ætla á Úlfarsfellið...
Í næstu viku ætla ég að hitta bekkjarfélaga mína á kaffihúsi.....
en núna nenni ég bara engu og það er EKKI gott.....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.