21.1.2009 | 23:31
móð og másandi
Allt útlit var fyrir að ég yrði ein á ÚLFARSFELLINU í morgun. Það er að segja það mætti enginn á Select og því lagði ég ein af stað. En ég var varla komin upp í hálfa hlíð fellsins þegar Krílið kom hlaupandi upp á eftir mér.
Hún svaf yrir sig krúttið....
Ég var móð og másandi alla leið upp. Ég þurfti oft að hvíla mig og þegar ég kom niður hóstaði ég og hóstaði þar til ég ældi.
Ætli ég þurfi ekki að koma mér í betra form......
Ég er að fara að vinna í bókhaldsvinnunni minni þar til ég fer á kvöldvakt á Mínum Vinnustað. Ég á ennþá eftir að undirbúa kennsluna sem seinni hópurinn á að fá á morgun. Ég er ekki búin að klára verkefnið sem á að skila í dag. Og stórþvotturinn síðan í gær er ófrágenginn.
En ég á fullan pott af grænmetissúpu......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.