vá...

Ég var alveg að fara yfirum af bloggleysi....

Fleirri fleirri dagar án þess að velta sér upp úr eigin lífi.  Fleirri fleirri dagar án þess að geta sagt öllum heiminum hvað ég hef haft fyrir stafni.   Fleirri fleirri dagar án þess að geta greitt úr eigin sálarflækjum með því að gera grein fyrir þeim hér. 

Raunveruleiki minn verður bara svo miklu skýrari þegar búið er að skella skrikkjóttu skrítnu hugsununum  á prent.   Svo til að lifa þurfti ég að tala við fólk.   Raunverulega að tala við fólk svona auglitis til auglitis til að fá útrás fyrir eigin hugsunum alla helgina. 

Auðvitað bitnaði það mest á Tenórnum enda eini einstaklingurinn í mínu lífi sem er ekki farin að átta sig á því hvað ég er frábær.  Ég hitti hann í vinnunni minni...  ég eyddi heilli kvöldstund með honum á flækingi um Reykjavík... og ég hitti hann þar sem hann var að skokka en ég að ganga...  og samt átti ég vinnuhelgi.

Ég fór líka á Þorrablót Ásatrúamanna,  setningarhátið vikuhátíðarhalda Vox feminae í Norræna húsinu og á Úlfarsfellið einu sinni enn en bara frá annari hlið....

já ég veit....  ég er ótrúlega afkasta mikil manneskja.

Ég byrjaði líka á ullarsokkum á mig en til að geta nýtt þá verð ég að fara að líta í kringum mig eftir einhverjum tröllvöxnum karlmanni sem ég get haft vöruskipti við....

EINHVER ????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband