28.1.2009 | 20:54
félagar
ArtDan, Nördið, Toppmaðurinn og Tenór.......
Ég var nærri því búin að gleyma því að ég þekkti eitt sinn strák sem kallaður var ArtDan. Ef ekki hefði verið fyrir tölvu, box, sjónvarp, síma og það að hann hringdi hér í dag hefði kannski fyrnt yfir þessi spor og ég ekki vitað meir. Okey,,,, þarna er kannski nokkrum orðum ofaukið en hver veit.....
Nördið lætur mig ekki gleyma sér því hann heldur að mig langi til að hjálpa honum við að nenna í skólann. Láttu þig dreyma Greindaskerta-Vísa-bleijubarn...
Toppmaðurinn er aftur á móti alveg við það að gleyma því að ÉG sé til. Maðurinn mætir ekki í göngu... maðurinn styngur af á Þorrablót í Kjós og það þótt Bubbi sé ekki þar... og maðurinn bara er ekki HÉR. HALLÓ !!
Tenórinn kem ég ekki til með að sjá, heyra né finna fyrr en eftir helgi og það er alveg af fúsum og frjálsum vilja því ég er að fara í Vetrarbústaðaferð með Jeppaklúbbnum !!! En kannski sendi ég honum kort svona til vonar og vara,
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.