1.2.2009 | 20:02
miður mín....
Meðvirkni dauðans angrar mig núna.
Ég er með hnút í maganum, tár í augunum og heilastarfsemin er á hálfu öðru hundraði vegna þess eins að stelpa sagði mér að ég væri asni. Auðvitað sagði hún ekki: ...ella þú ert asni! En hún fór ansi nálægt því.
Málið er að mér á ekkert að líða eins og lúser þó einhverjum líki ekki við mig. Það hafa allir rétt á því að hafna mér þótt ég sé bókstaflega magnaður einstaklingur. Það hafa einfaldlega allir rétt á sinni skoðun.
Froskurinn minn sagði mér oft og iðulega hvernig mér liði. Að mér líkaði ekki við hann. Að ég væri reið út í hann. Að ég væri fúl. Að ég væri eitt eða annað og ég var aldrei sátt við það. Það veit enginn nema ég hvernig mér líður eða hvaða tilfinningar ég ber gagnvart einu og öðru. Og það á enginn að staðhæfa fyrir mína hönd hvað mér finnst um þá eða þeirra málefni. Ég ein get komið með staðhæfingar um mína líðan, tilfinningar og skoðanir. Það er bara svo einfalt.
Afhverju segir fólk ekki bara einfaldlega ....ella þú ert asni og láttu mig og mitt líf í friði... ?
Og afhverju, ef ég hef nú svona heilbrigða skoðun á málefninu, er ég að þjást fyrir skoðanir þessarar stúlku á mér og leyfa sjálfri mér að svíða undan orðum hennar ?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.