ein af dauðasyndunum sjö

Ég er reið yfir ósvífni þessar stúlku gagnvart mér.....  Ég er leið yfir að hún skuli yfirhöfuð hafa þessar hugmyndir um mig....   Ég bókstaflega hamast við að að reyna að finna út hvað hún er vitlaus, leiðinleg og alveg úr takt við alla almenna skynsemi til að geta fríað mig allri ábyrgð.

En eina sem situr eftir er að kannski hafi hún alveg rétt fyrir sér.   Kannski hefur hún bara rétt fyrir sér þegar allt kemur til alls.  Kannski hef ég komið fram við hana frá því að ég leit hana fyrst augum öðruvísi en aðra.  

Það verður að segjast að ég hef öfundað þessa stelpu í gegnum tíðina og það fyrir ansi margt.  Ég hélt ég hefði gengið frá því í hausnum á mér og pakkað því og eytt. 

Trúlega hefur öfund mín í hennar garð alltaf komið fram í samskiptum mínum við hana...  Kannski hefur bara öfundin litað öll mín samskipti við hana alla tíð.  En það gerir MIG einhvern veginn minni.   Gerir mig einhvern veginn að minni manneskju að hafa stjórnast af þessum tilfinningum sem eru almennt fordæmdar og taldar til synda.   Svo að ég tali nú ekki um það að bera þær utan á mér.....

Ég hefi svo miklu frekar viljað finna alla sök hjá henni og geta sitið sjálf úti í horni sem píslavættur ósanngjarna ásakana af höndum hennar.

ÉG ER ASNI.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband