heiðurskonan ég...

Fyrir utan það að ganga í brjóstahaldara, fara á blæðingar og hrífast af loðnum brjóstkössum er ég eins og aðrir einstaklingar sem búa á þessari jörð.  Ég verð að vinna til að geta haldið lífi...  ég verð að ganga aftur frá því sem ég tek höndum um... og ég verð að finna minn tilgang með lífinu.

Í eilífri viðleitni til að geta allt, missti ég eiginlega sjónar á því hvað ég vil......

Þegar ég var búin að kviksetja mig í of miklu annríki fór ég að vakna upp á nóttunni með gullklump í maganum sem herti svo á hjartvöðvanum að ég náði varla andanum og missti mig svo í því að troða höfðinu sem lengst undir koddann og völ var á og eins lengi og ég komst upp með.

Ég hef komist að því að tíminn er takmarkaður og því verð ég að eyða honum í það sem er mér dýrmætast á hverjum og einum tíma.

Í kvöld eyddi ég þremur klukkutímum í að borða pizzu, drekka PepsíMax og horfa á die hard III með Grunnskólanemanum.  En það var eftir að ég var búin að hendast á tveimur jafnfljótum hringinn um Vestasta hluta Kópavogsbæjar með fréttatímann í eyrunum.

Ég elska það að vera úti og eiginlega get ég ekki lifað lífinu lifandi án þess að komast undir bert loft daglega.

En hvernig á ég að réttlæta það að eyða svona dýrmætum tíma í eitthvað svona langt frá því að vera vinna, önnur vinna, hin vinnan og skólaganga mín sem er á góðri leið með að sturtast niður í holræsi heimili míns....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband