davíð

,,Ég hef ekkert að gera, hef engin plön" sagði ég um tíu leitið í kvöld.
Núna sit ég og spái í því hvernig ég eigi að púsla saman dagskránni svo að ég nái að gera sem mest af öllu sem hugsanlega er í boði.

Ná í fermingapeningana á Mínum Vinnustað og koma þeim í hendurnar á öðrum því ég kemst bara því miður ekki. 
Svo er það ferðalag, kosningar, ná í bílinn minn, lesa yfir tíu verkefni (löng), kaupa afmælisgjöf, mæta í afmæli, undirbúa kennslu mánudagsins, prufa hjól, þvo þvott, reita arfa og æfa fyrir fimm kílómetra hlaup.

Nobb... ekki allt á morgun, heldur alla helgina.   Svo að í sjálfu sér ,,hef ég ekkert að gera, hef engin plön"

mig langar í knús.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband