30.4.2009 | 19:47
ég lifi í draumi mínum....
Ég sat hér og hugsaði um hvað þessi dagur hefur liðið mjúkhentur hjá þegar ég rak minni til þess að draumurinn í nótt snérist um val, höfnun og undarlega tilfinningu og kannski hafi hann bara tónað við það sem er...
Ég er með grænt hjarta á hendinni. Ég fékk það meðan aðrir fengu kross. Ég held að það sé vegna þess að ég er ég. En hjartað fékk ég vegna þess að ég borgaði þúsund krónur inn á leiksýningu ungs fólks á efsta stigi Kársnesskóla núna fyrr í kvöld þar sem dóttir mín meðal annars sat á sviði við hlið gítarleikara og söng undurfagurri röddu eftir að hafa ásamt fríðum hópi ungmenna brætt hjörtu okkar, kallað fram sorgarviðbrögð og kitlað hláturtaugar stoltra foreldra.
Ég er ekki bara montin af að eiga svona flotta dóttur heldur er ég líka montin yfir að þekkja megnið af þessum flottu ungmennum....
Í dag er ömmudagur og því er ég búin að vera þess aðnjótandi að hanga í sundlaug með einu smápeði í morgun. Rölta um á eftir þessu sama smápeði í gegnum Kársnesskóla þar sem nemendur voru með sýningu á verkum sem þeir hafa verið að vinna að á undangenginni þemaviku. Mörg snilldar verkin þar....
...Síðan hitti ég báða syni mína á sjúkrahússtofnun.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.