9.5.2009 | 17:17
I wonder how things would have been different....
ó, þá voru dýrðlegir draumar,
er dagarnir komu og fóru
og allir með eitthvað er gladdi,
þó aðeins í hillingum fjarri,
ég ætlaði, ætlaði þangað,
en eitthvað á veginum tafði,
uns æska mín fluglétt sem fuglinn
var farin, og skildi mig eftir. Halla Eyjólfsdóttir
Ég vakti litlu systur með söng, tertu og pakka morguninn sem hún hætti að vera tuttuguog níu.. Hún bíður mér svo í partý í kvöld heima hjá Froskinum.
Í gær fór ég ásamt Krílinu, The Dömu og HjúkkunniSemStalNafninuMínu til að gleðjast með Toppmanninum yfir því að hann sé búin með enn eitt árið. Við færðum honum tertu, bjór, rauðvín, mjólk og rjóma og sátum svo hjá honum þart til það var orðið löglegt að syngja....
GunniGötustrákur og Nördið komu þarna eitthvað líka, í sitthvoru lagi þó, og ræddu um 'kisur' þar til við vorum farnar að skæla og æla og vildum allt bæla.
Núna elda ég svo kvöldmat handa gestum mínum, með bros á vör, því ég er búin að taka 5 kílómetrana á göngu, skokki, skriði og rölti....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.