ég fór öfugumegin fram úr rúminu í morgun....

...sem er auðvitað myndlíking á staðreyndum því rúmið mitt stendur upp við vegg í þessum kústaskáp sem ég tel mitt konungsríki..

...í mínum veruleika er allt að fyllast af fíflum í kringum mig og því heppilegt að í morgun var AukavaktaHjúkki á Mínum Vinnustað sem létti mér lífið með gítarleik, söng, bröndurum og sögulegum staðreyndum úr sínu lífi.

Ég á eina vakt eftir svo er ég komin í sumarfrí....  

Að vísu kem ég til með að mæta á Minn Vinnustað í heila fimm daga en ekki til að takast á mörk eða markleysi, kosmos eða kaos eða eitt eða neitt sem Minn Vinnustaður hefur upp á að bjóða heldur fæ ég að vera í snertingu við mann og annað í tilraun til að kenna aðferðir, til að aðstoða fólk við að ná stjórn á sér..... eða þannig..

Í morgun vaknaði ég klukkan hálf sjö til að geta gengið í vinnuna.  En eftir að hafa snúsað á símann sneri ég mér á eina hlið og svo aðra og aðra og aðra þar til ég var búin að sannfæra sjálfa mig um að eitthvað væri líkami minn að kvarta undan álagi og þyrfti því það frí sem hann væri fær um að fá....

Núna er ég að reyna að selja sjálfri mér að ég þurfi að þrífa, taka til og vinna ýmis viðvik hér heima. 

Ég veit ekki hvernig það fer...........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband