3.6.2009 | 23:49
aldur....
...er afstæður.
Og ég sjálf er bara nokkuð ung fimmtug kona flesta daga. Eiginlega finnst mér ég nokkuð ung þegar ég hoppa upp á reiðhjólið og bruna á því alla leið til pabba. Eða þegar ég skokka niður í Kópavogsdalinn og tek þar minn mæðishring. Líka þegar ég labba í vinnuna mína og heim aftur. Svo ég tali nú ekki um þegar ég hef fest á mig gönguskíðin og mása eftir hinum eða renn mér á svigskíðum í barnabrekkunni.....
Bara alveg kornung.....
Það er alveg ferlega kúl að vera fimmtugur.
Svo að mér finnst það svolítið fúlt að ég skuli ekki standa á þeim tímamótum núna. Þá myndi ég bjóða öllum sem ég þekki í partý og fá Bubba sjálfan til að spila þar. Ég myndi bjóða upp á súpu og brauð og bjór eins og menn gætu í sig látið. En bara Thule. Síðan myndi ég gleðjast og hafa gaman af.
En þar sem ég verð bara fjörutíuogátta ætla ég að láta mér nægja að bjóða Fólki heim til mín í Humarsúpu á föstudagskvöldið þar sem Bubbi verður á fóninum..... Búast við börnum og barnabörnum í síðbúin morgunverð klukkan tvö á laugardag..... Og skríða upp á Esjuna seinni part þess sama dags.
Það er verulega gott að eldast....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.