1.7.2009 | 00:22
í kvöld hrundu himnarnir yfir mig.....
...en sem betur fer á ég vinkonu sem kemur mér alltaf til bjargar.
Þegar kemur að flóknum tölvuaðgerðum tekst mér alltaf að klúðra hlutunum svo illilega að vinkona mín byrjar að blóta fyrirtækinu HugurAx og það þarf sko mikið til að vinkona mín blóti.....
Samt breytti þetta klúður áformum mínu fyrir morgundaginn. Eftir vinnu verð ég að fara í aðra vinnu í stað þess að ganga Esjuna.
Og það er sko bara fuckings fock.....
Í kvöld tóks mér að fá Heiðingjann til að lána mér hjólið sitt í nokkra daga með því að biðja hann fallega úr símanúmeri systur hans. Maðurinn er sko draumur í dós. Núna get ég þjálfað lærvöðvana á ánægjulegan hátt fyrir Laugavegsgönguna. Laugavegsgönguna sem ég fer í eftir rúmar tvær vikur með spretthörðum hörkutólum af Mínum Vinnustað. Ég er farin að trúa því að barnaskólavinkona mín fari betur í málin heldur en ég en hún vill alltaf hafa nokkra ára fyrirvara á svona draumaathöfnum. Fyrirvara til að þjálfa sig upp......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.