14.7.2009 | 15:51
hnéð...
....er víst þreytt og þarf hvíld.
Ég er ekki hrifin af því að eiga líkamsparta sem geta ekki fylgt mér eftir í gegnum súrt og sætt. Líkamsparta sem gefast bara upp og senda svo einhver taugaboð um verki og vesæld.
Læknirinn sagði að ég kæmist þetta ekki á tveimur dögum með hnéð eins og það er. Hún gaf mér samt lyfseðil á Voltaren Rapid og Parkódín og sagði mér að versti kaflinn fyrir hnéð yrði brekkan niður að Álftavatni ef ég tæki ákvörðun um að fara. Hún sagði mér að renna mér helst á rassinum niður brekkuna og dæla í mig Parkódíni áður en að því kæmi og vona það besta.
Hún sagði að ég yrði að hafa Hnjáhlíf og tvo Göngustafi, Orkubita af bestu sort og borða Pasta áður en ég leggði af stað.
Núna horfi ég á þennan lyfjaforða og hamast við að telja í mig kjark að renna einhverju af þessu niður.
Vita læknar ekki að lyf eru hættuleg............
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.