Laugavegurinn og hlauparar....

hreyfing:   fyrri dagur- 7 klukkutímar og 45 mínútur að ganga 24 kílómetra eftir upplýsingum úr bók sem ferðafélag Íslands gefur út...
seinni dagur- 11 tímar og 15 mínútur að fara 31 kílómeter samkvæmt þeirri sömu bók...


næring:    helmingurinn af nestinu mínu...

HjúkkanSemStalNafninuMínu sló í gegn með því að redda okkur fari yfir Krossá og yfir í Bása.  Hún lofaði því jafnframt að minna okkur stöðugt á þessa björgun.  Ekkert við því að amast, því ekkert okkar hefði svo sem gengið þessa síðustu metra með bros á vör og sum okkar jafnvel með tár í hvörmum vegna fótafúa....

Ég komst að þrennu í þessari ferð:
    -Skórnir mínir eru of litlir fyrir langar göngur...
    -Dagpokinn minn dugar ekki fyrir svona langar göngur....
og
    -ég þarf að vanda val mitt á nesti fyrir svona langar göngur...

Fjallafríkin á Mínum Vinnustað hljóp fram á okkur áður en við náðum að Emstrum og núna er ég með samviskubit yfir því að hafa tafið hana um nokkur sæti með því að hafa samskipti við hana sem tvímælalaust kostaði hana nokkrar dýrmætar sekúndur.

Ég er nett ánægð með mig og alveg heilluð af tilhugsun um að ganga Laugaveginn aftur og aftur bara á annan hátt....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband