20.7.2009 | 23:59
uppskeran....
hreyfing: þramm fram og til baka með vatn í fötu og garðkönnu..
næring: radísur úr fyrstu uppskeru sumarsins..
Fæturnir passa ekki í neina skó lengur. Þar sem ég nenni ekki að ganga um á sokkunum, eins og í gær þegar ég endasentist með Verðandi Trúabragðafræðingi eftir Skólavörðustígnum til að sinna minni Aukavinnu, tróð ég mér í sokka og plastskó þrátt fyrir allt.... Vann mína vinnu og sinnti mínum garði og tróð svo fótunum þar sem þeir eru best geimdir.
Það er sýking í stóru tá vinstri fótar og Pólverjinn á hæðinni er búin að endasendast upp og niður til að finna eitthvað við eymslum mínum. Hún kom með hydrogenium peroxydatum og helti yfir litlu tá hægri fótar og milli allra táa þess fótar. Síðan kom hún með epsomsalt eða magnesíumsalt sem hún vildi að ég setti fæturnar í til að koma í veg fyrir frekari skemmdum á hægri hæl mínum þar sem ég stakk gat á blöðru sem ég gat illómögulega gengið á. Svo taldi hún mér í trú um að ég þyrfti í apótek til að kaupa bakteríudrepandi grisju fyrir tánna.
Góður nágranni, pólverjinn......
Svo uppsker hver sem sáir.....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.