gert og ógert

Vinkona mín kom hér og fór.   Hún eiginlega kom bara í dyrnar til þess að gefa mér kál með snigli og radísur.   Núna er ég alveg áttavillt til hvers er ætlast af mér.  Átti ég að byrja sniglaræktun í snatri eða hélt hún að ég væri svöng.....

Þessi helgi er búin að vera ein af þessum helgum sem nóg framboð er búið að vera í samskiptum.  Raunverulegum samskiptum við raunverulegt fólk.

Ég missti af:
    -útilegu með æskuvinkonu minni....
    -súpusamsæti á Duus í Reykjanesbæ....
    -fjöri með HjúkkunniSemStalNafninuMínu...
    -ferðalagi að Þingvöllum...

og það var bara í góðu lagi því ég framkvæmdi margt annað gott í staðin. 

Ég:
    -pússaði öll gler sem ég gat pússað.  Núna verður ekki pússað meira þar í bráð...
    -skúraði svefnherbergið mitt og skipti á rúminu.  Jamm....  þar var kk-genið í mér virkileg orðið virkt...
    -hjólaði vestur í bæ og heim aftur...
    -hljóp allar götur í nágrenninu á eftir rétt að verða tveggja ára, togaði hana nakta inn úr garðinum, las tuttugu bækur fyrir hana og át súkkulaðirúsínur og pez með henni langt fram á nótt í gær...
    -eldaði kjúkling og borðaði hann...
    -ferðaðist til Reykjavíkur og aftur til baka með S1 ....

Góð helgi verð ég að segja.  Núna er ég búin að ljúka verki sem ég tók að mér og get því farið að sjá laun erfiðis míns.  Einn sjötti af íbúðinni minni er til vitnis um afrek mín í tíma og rúmi.  Ég hreyfði mig hressilega svo hressilega að mitt allra helgasta er marið og aumt.  Minnsta kosti annað barnabarnið mitt þekkir mig.  Ég fékk alvöru prótein í kroppinn og ég fékk snertingu þar sem læri sessunauts míns nuddaðist þægilega við mitt alla leiðina frá heimili mínu og að vinnustaðnum í 101.....

Bráðum fæ ég gesti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband