tölvan mín...

...yfirgefur hreiður sitt sem hingað til hefur verið í kjöltu minni og færir sig í fang VerðandiFramhaldsskólaNema í bítið í fyrramálið...

Það er ekki laust við að ég finni til söknuðar strax.

Í kvöld var ég á vakt með Íþróttaálfinum svo umræðuefnið var Próteinduft eða hvers vegna að bæta inn Próteindufti eða hvers vegna ekki, hreyfing með hlaupum eða göngum og Laugavegurinn....

Þetta var verulega fræðandi vakt hvað varðar heilsu og hollustu.

Deildarstýran var reyndar að þvælast á vaktinni og hvessti sig aðeins á mig en þar sem ég er óttalegt krútt ullaði ég bara og sýndi henni beran bossann.... 

Jæja eða næstum því.

Í gær smakkaði ég hnetusmjör í fyrsta skipti á ævinni og síðan hefur ekkert verið eins og það var.   Þar sem ég sat í súpuveislu hjá systir minni með grænt jukk í skál, sykurlaust gróft speltbrauð og hnetusmjör í krukku  gerði ég mér ekki nokkra grein fyrir því hvaða áhrif þessi máltíð mundi hafa á mig um aldur og ævi...

Ég meina það bragðið sat í höfði mínu, munni og líkamanum öllum ennþá þremur tímum eftir að ég kyngdi síðasta munnbitanum.  Og ennþá get ég ekki hugsað um neitt nema hnetusmjör....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband