þar sem ég legg höfuð mitt þar er heimili mitt....

Ég veit hvað ég vil og hvað ég get fengið en ég hef bara ekki hugmynd um hvernig ég á að taka á því....

Í dag þurfti ég að rifja upp hvað hálsfestin á Mínum Vinnustað á það til að vera þung og hvað það getur verið erfitt að standa undir henni.  Þar sem ég sat með prjónadótið mitt með hugsanir mínar bundnar við viðburði líðandi daga hlustandi á tónlist og samferðafólk mitt talandi um flugur, yfirtökur, hugsanaflutning og erfiðleika því tengdu uppgvötaði ég að í einu skiptin sem mig virkilega langar til að teikna er þegar tilfinningalíf mitt er í flækju...  

Tómatjurtin mín er ekki að gefa af sér ávexti, keðjan á hjólinu slitnaði, Orkidean mín blómstrar hringinn, sturtan á heimilinu er óvirk, á morgun vinn ég tvöfalt, FramhaldsSkólaNeminn er í Hafnafirði á Vespunni og núna er ég farin að hafa áhyggjur af að hafa nánast neytt barnið til að fara svona langt......   og....  og....

Ég þarf að muna eftir þvi að kaupa mér strætisvagnakort......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband