1.9.2009 | 20:58
döpur sjón...
Svo döpur að ég get varla með nokkru móti verið án gleraugna.
Um daginn flýtti ég mér svo mikið af stað á hjólinu, eftir að hafa stoppað til að svara í gemsann, að ég gleymdi að taka niður gleraugun. Í alkunnri leti minni nennti ég ekki að stoppa og gerði því heiðarlega tilraun til að hengja þau upp á milli bobbinganna. Þar sem skoran er nánast ekki neitt neitt og ég greinilega náði ekki að festa spöngina almennilega undir haldarann þá fuku þau nánast strax af mér.
Ég eyddi hálftíma í að rýna í grasið að leita að gleraugunum og fann þau loksins þegar ég var lögst á fjórar og farin að nota snerti snerti aðferðina......
Stuttu seinna lá ég í Lazy Boy að hvíla lúin bein og láta hugan reika um liðna stund þegar aldraðar krumlur úr Kópavogi gripu föstu taki um þessi sömu gleraugu. Ef ekki væri fyrir snarræði mitt ætti ég engin gleraugu í dag.....
Á ToDo-listanum mínum er mjög ofarlega að panta tíma hjá augnlækni og kíkja á linsur í kjölfarið. Á sumum augnablikum er bara ekki hægt að vera án þess að sjá............
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.