kona í hamingjuleit...

...gæti verið ég ef ég væri ekki yfirleitt að springa úr hamingju yfir smáu hlutunum í tilverunni.

Þar sem tilveru minni fylgir núna að vera að bíða og bíða og bíða, vil ég hafa eitthvað fyrir stafni á meðan ég bíð.  Meðan ég bíð eftir strætó, meðan ég bíð eftir að strætó komi mér á leiðarenda og meðan ég bíð eftir að komi að mér svona bara yfirleitt get ég lesið, heklað, hugsað, prjónað og leikið mér með einhverjar þrautalausnir.   Þess vegna telst núna til staðarbúnaðar hjá mér bók, dúkurinn sem ég er að hekla, sudokulausnabók, penni og minnisbók auk alls þess hefðbundna,.. pollabuxur, úlpa, aukabolur og þurrir sokkar....

Bókin er á leslista í lestrahópnum sem ég er við það að troða mér í.   Ég er að byrja að lesa bókina  borða, biðja, elska   Sem er um konu sem fer til Ítalíu, Indlands og Indónesíu í hamingjuleit.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband