ég er töff...

...ég er alveg svakalega töff.

Sá sem setti upp þjálfunarprógrammið hamaðist við að segja mér hvað ég væri flott frá því ég kom inn og þar til ég fór út um leið og hann klappaði mér á herðarnar, hrygginn og handleggi.  

Ég er alveg að trúa honum. 

Um helgina hugsaði ég bara um egg og fiðrildi.  Núna hugsa ég um annað, meira og stærra.   Ef ekki væri fyrir að ég er ég, ætti ég kanínu og aðra nytsama smáhluti.

Ég er ekki frá því að ég sé komin með gæsahúð við tilhugsunina um sjósundið sem ég ætla að skoða næsta þriðjudag.  Grískagoðið og HjúkkanSemStalNafninuMínu ætla með mér en það er óvíst um hvort fleirri hetjur leynist á Mínum Vinnustað.   Þarf ég ekki að vera í ullasokkum og með lopahúfu.... eða hvernig framkvæmir maður svona brjálæði...

Á laugardaginn var ég fjórum skrefum frá því að fá að eltast við rollur.  Fjórum skrefum frá því að mega hlaupa á mig gat í góðum tilgangi.  Ég skil ekki afhverju allt skemmtilegt þarf að gerast á sama tíma......

Ég þarf að æfa pool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

ÓMG sjósund - það er örugglega æðislegt. Bróðir minn og frænka stunda þetta - bróðir minn lofar þetta í hástert.

Sigrún Óskars, 22.9.2009 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband