25.9.2009 | 21:56
sumir planta kjúklingatrjám.....
...meðan aðrir taka dýrin af lífi og éta þau.
Sjálf Daman sat eins og argasti sjómaður áðan og prjónaði. Og það í sumarkjól. Ég er ekki búin að jafna mig eftir þá sjón enda treysti ég á að hún væri ,,dama" yst sem innst. Ætli ég geti átt von á því að hún fari að hrækja og klóra sér á óviðeigandi stöðum í tíma og ótíma á næstunni.....
Ég er búin að kveikja á kertum, hella mér í hvítvínsglas og hækka á Grensás. Notarleg kvöldstund með ...já,ég seldi þig... ómandi í höfði mér. Ég er heilluð af Fjallabræðrum. Nýjasta markmiðið er að eignast disk með þeim, mæta á tónleika og tína mér í aðdáund minni....
HjúkkanSemStalNafninuMínu mætti hingað í súpu og brauð í kvöld. Við töluðum um próteinneyslu, börn, hummus og utanlandsferðir. Við töluðum líka um getnaðarvarnir, kynlíf og stráka. Auk þess, veltum við okkur örlítið upp úr Okkar Vinnustað og starfsandans þar. Það er notarlegt að sita á spjalli.....
Í gær sat ég á spjalli við fullt af ókunnugu fólki sem ég var að deila með þeirri athöfn að troða í mig mat. Indverskum mat. Mér finnst gaman að vera á spjalli við fullt af ókunnugu fólki, í ókunnugu umhverfi að borða ókunnugan mat...
- ég mun samt sem áður elska þig -
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.