29.9.2009 | 10:29
tímaþröng....
Ég hef einstakt lag á því að taka mér fyrir hendur eitt og annað sem ég hef ekki hundsvit á og hef svo engan tíma til að læra eitt eða neitt um heldur er tilneydd til að rumpa bara af.
Núna hugsa ég debet og kredit út í eitt.
Framhaldsskólaneminn er veikur. Hún syndir um í eigin slími og hóstar úr sér lifur og lungum. Í gær reyndum við að brosa okkur inn í gleðina með því að troða okkur út af ruslfæði, sælgæti og sykri á meðan við horfðum á bíómynd. En eina sem eftir situr er legusár og útþaninn kviður svo verkjar í.
Og ég sem er að fara í sjósund á morgun.
Teiknilöngun mín öskrar á mig. Á náttborðinu mínu (þeim hluta rúmsins sem helgaður er karlmanninum sem ekki er til) liggur teikniblokk, blíantur og bók barrington barber A Pracatical and Inspirational Course of Drawing Portraits.
Ég er búin að lesa fyrstu þrjár blaðsíður í þeirri bók.
Annars er það af mér að frétta að ég er aftur orðin Töff Gella akandi um á jeppa. Vinkona mín, Jeppaeigandinn, skrapp austur á firði og á meðan hef ég einstakt tækifæri til að nýta þennan jeppa til að komast í kartöflugarðinn, upp að esjurótum og um landið vítt og breitt eins og hugur girnist.
Heppin ég.
...Ég get haldið ástasorginni gangandi í tíu ár út af 'einstaklingi' sem ég hef ekki einu sinni kysst...elizabeth gilbert
Athugasemdir
sé að það eru fleiri en ég sem synda í eigin slími
gangi þér vel í sjósundinu
Sigrún Óskars, 29.9.2009 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.