13.10.2009 | 23:12
kennari ætlaði kerla að verða....
...skrifaði hafrún eitt árið í einu af bréfunum sem færðu mig aftur til lífsins á sínum tíma. Síðan þá fór ég í skóla og meiri skóla. Svo í annan skóla og enn annan skóla. Núna er ég hætt í skóla, hugsa ekkert um skóla en leiðbeini samt sem áður við einn af tómstundarskólum landsins.
Ætla ég enn að verða kennari þegar ég verð stór.......
Ég veit það ekki því ég er svo upptekin við að hugsa um heilsuna. Áður en ég fór að hugsa um heilsuna vaknaði ég venjulega með hjartslátt og kvíðahnút í maganum um miðja nótt í angist yfir að eitthvað væri ógert, eitthvað ekki klárt fyrir morgundaginn eða að einhverju allveg bráðnauðsynlegu væri enn ólokið.
Það er ekki laust við að þessi tilfinning sé að láta á sér kræla aftur.....
hafrún, HJÁLP !!
Athugasemdir
Knús á þig elsku Elín mín. Mundu bara að allt hefur sinn tíma.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2009 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.