það er betra að hugsa áður en maður talar...

....sagði pabbi alltaf.

hafrún nennir ekki að vera svona kurteis og segir:  ..þagnaðu aðeins núna.. þegar ég æsi mig sem mest yfir einhverju sem ég skil ekkert í..  og ef ég næ ekki að loka túlanum nógu hratt segir hún með pirringi í röddinni:  ..þegiðu..  Síðan spyr hún mig spurninga sem ég verð að leggja hugsun í og áður en varir veit ég hvað út á hvað þetta gengur.

hafrún er bara snilld.....

hreyfing:    ganga út á Kársnesið og heim aftur, ganga niður í FÁ og heim aftur, ganga aftur út á Kársnesið og þaðan heim og skriðið upp í rúm....
næring:    lakkrísreimar...

Á morgun fer ég í sjósund og um helgina fer ég í Þórsmörk.  Megi ég lengi lifa...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband