26.10.2009 | 22:27
blindur er bóklaus maður
Heppin ég því ég á nokkrar bækur í hillunum í stofunni minni.
Heimili mitt er byggt á bjartsýni. Bjartsýni þess sem engu nennir og heldur að einn daginn verði parketið orðið heilt, ofnarnir farnir að virka, fúurnar og flísarnar á baðinu orðnar vatnsheldar og allt hitt komið í lag án eigin framlags. Núna vantar mér réttu How to do it bókina.
Mig vantar líka að fara að spá í orð Röggu Nagla en hún segir á bloggsíðu sinni: Grjótharður kviður og mjótt mitti verða til við eldhúsborðið. Ætli ég verði farin að borða prótein í hvert mál og kolvetni í kringum morgunverð áður en ég veit af eða ætli ég verði að hafa fyrir því......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.