10.11.2009 | 11:22
Toppmaðurinn er æðislegur...
...Hann er ánægja fyrir augað, gott að hlusta á hann og skemmtilega þægilegur viðkomu. Og ég er ekkert að ljúga að ykkur..... ég get ekki haft augun af honum þegar ég sé hann, ég hlusta alltaf á allt sem hann hefur að segja og ég reyni alltaf að koma eins mikið við hann og ég get þegar ég er á sama stað og hann.
En þótt ótrúlegt sé hefur hann einn galla.......
ja.... eða frá mínum bæjardyrum séð verður þetta að kallast ókostur. Hann tekur ekkert eftir því að ég sé til og af einhverjum ástæðum kem ég alltaf blá og marin heim eftir samvistir við hann.
Skrítið.....
Ég hamast við að heillast af öllu ókunnuga fólkinu sem ég hamast við að deila lífinu með þessa dagana. Í gær var ég að spila við þau, í dag fer ég að ganga með þeim og bráðum ætla ég að eyða heillri helgi í Básum með alla vega hluta þeirra....
Þetta er skemmtilega magnað fólk....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.